Heimspekiæfingar: Kennsluleiðbeiningar með Uppgötvun Ara

MEGINHUGMYNDIR

1. Verður stundum að tala þvert um hug sér?
2. Aðleiðsla
3. Hleypidómar
4. Þrjóska og sveigjanleiki í hugsun
5. Hver á að stjórna skólunum?
6. Hvað er átt við með orðunum „fyrir bestu“?
7. Tilgangur menntunar
8. Göngum við í skóla til að læra svör eða til að læra að spyrja?
9. Sjálfstæð hugsun
10. Hlýtur skólinn að vera leiðinlegur?
11. Að hugsa um skynreynslu

UPPHITUNARSPURNINGAR

   Reynið að nota eftirfarandi spurningar ef nemendur
   eru ekki tilbúnir með athugasemdir um atburði eða
   aðalefni kaflans.

1.  Hvað átti María við þegar hún sagði: 'Þetta er nú
   vinnan hans'?
2.  Eru Kalli og María lík eða ólík? Hvernig kemur
   þeim saman?
3.  Hvað átti Kalli við þegar hann sagði: 'Það merkir
   það ekki, þeir bara eru það'?
4.  Hvers vegna fór Kalli að æfa sit að standa á haus?
5.  Ari, María og Kalli voru að ræða um kennslustundir.
   Kalli segir að þær séu allar óskemmtilegar, Ari
   segir að sumar þeirra séu skemmtilegar og sumar
   óskemmtilegar, María segir að ef sumar séu
   óskemmtilegar þó hljóti aðrar að vera
   skemmtilegar. Raðið þessum skoðunum eftir því hversu
   sennilegar þær eru.
6.  Hvaða mistök gerði María í málfutningi sínum?
7.  Hvað á Ari við þegar hann talar um 'fordóma'?
8.  Hvers verðum við vísari um persónuleika, tilfinningar
   og hugmyndir Kalla Magg í þessum kafla?
9.  Hvers verðum við vísari um persónuleika, tilfinningar
   og hugmyndir Maríu Magg í þessum kafla?
10.  Líkar ykkur vel við Kalla Magg? Hvers vegna?
11.  Hvað á Kalli við þegar hann segir: 'Þú mátt vera viss
   um að það er sama hvað þeir gera, þeir segja að það
   sé okkur fyrir bestu'?
12.  Hvað á Ari við þegar hann segir: 'Aðalspurningin er
   hvort skólum skuli stjórnað af fólki sem veit hvað
   það er að gera'?
13.  María ber kennara, flulgmenn og skurðlækna saman.
   Finnst ykkur störf þeirra sambærileg?
14.  Hverjir ættu að stjórna skólum að ykkar áliti?
15.  Hvað finnst Maríu, Ara og Kallaað þau ættu að læra í
   skólanum?
16.  Hverju þeirra eruð þið sammála?
17.  Hafið þið einhvern tíma fengið áhuga á einhverju sem
   þið höfðuð ekki hugmynd um mánuði fyrr? Hvernig vildi
   það til?
18.  Eruð þið sammála Kalla um að það ætti að gera allar
   námsgreinar skemmtilegar?
19.  Ari og Kalli sjá mynd Íslands í skýjunum og Kalli
   segir: 'Þetta var okkar hugmynd.' Hvað á hann við
   með þessu?
20.  Hvað er ólíkt með hugsunarhætti og tilfinningum Ara
   og Kalla?
21.  Haldið þið að Ari og Kalli séu vinir? Hvernig vitið
   þið það?
22.  Hvers verðum við vísari um Ara í þessum kafla?
23.  Af hverju haldið þi ðað Kalli verði æstur yfir
   hugmyndum sínum?
24.  Hvað gerir hann þá? Finnst ykkur það undarlegt?
25.  Ásakaði Kalli Binna um að hafa kastað grjótinu?
26.  Var það hleypidómur hjá Ara þegar hann grunaði Tona
   um að hafa kostað að sér steininum?

1. Verður stundum að tala þvert um hug sér? »