Sannfæring og rök

« 5.3 Nafnatog  
5.4 Svo skal böl bæta að benda á annað (e. two wrongs make a right)

Oft svara menn gagnrýni með því að benda á aðra sem standa sig engu betur. Slík andsvör taka á sig tvennskonar myndir: Annars vegar er bent á eitthvað í fari gagnrýnandans sjálfs sem ekki er til eftirbreytni, e.t.v. til að draga úr trúverðugleika hans, og hins vegar er bent á að viðlíka háttalag tíðkist víðar, e.t.v. til að draga úr alvarleika gagnrýnisefnisins. Hvort heldur sem er, þá eru andsvör af þessu tagi aldrei málefnaleg í þeim skilningi að þau séu viðbragð við gagnrýninni sem slíkri, heldur eru þau jafnan tilraun til að draga athyglina frá henni.

5.5 Slæmur félagsskapur »