Sannfæring og rök

« Kafli 4: Sálfræðilegir annmarkar á skoðanamyndun

4.1 Trygglyndi og hjarðlyndi

Að vera tryggur málstað, hópi eða gildum er eðlilegt og oft afar mikilvægt. Enda er oft talað um trygglyndi sem dygð. Trygglyndi getur hins vegar hæglega snúsist upp í löst – löst sem skiptir máli fyrir gagnrýna hugsun. Í fyrsta lagi getur trygglyndi blindað menn; tryggð við hóp getur gert menn blinda á galla hópsins. Í öðru lagi getur trygglyndið leitt til þess að menn hugsi ekki sjálfstætt heldur geri hugmyndir hópsins að sínum.
      Í fyrra tilvikinu takast menn á við rökhugsun – menn vega rök og draga ályktanir – en rökhugsunin er máttlaus þar sem forsendurnar sem byggt er á eru of einhliða. Blinda sem þessi getur verið allt frá því að menn hneigist til að sjá ekki tiltekna galla yfir í að menn neiti beinlínis að viðurkenna gallana jafnvel þegar bent er á þá.
      Í seinna tilvikinu – þegar trygglyndið leiðir til þess að menn þiggja skoðanir að láni frá hópnum – þá hafa menn gengið einu skrefi lengra; þá eru menn ekki einasta blindir a galla hópsinseru menn beinlínis hættir að beita eigin rökhugsun. Menn eru orðnir einberir þiggjendur skoðana. Þá hefur trygglyndið snúist upp í hjarðlyndi.

4.2 Nesjamennska »