Sannfæring og rök

« 2.2 Góð rök

Kafli 3

Rökvillur

Það er margt sem getur verið athugavert við tiltekna röksemdafærslu, allt frá því að hún sé ógild yfir í að hún sé ósannfærandi, missi marks, eða byggi á veikum grunni. Studnum segjum við að sá sem setur fram röksemdafærslu, sem er ófullnægjandi á einhvern hátt, geri sig sekan um rökvillu. En hvað meinum með þeissari einkunn, hvað er það að gera seig sekan um rökvillu, frekar en bara að hafa léleg rök. Við þessari spurningu er ekkert einfalt svar. Þegar við segjum að einhver geri sig sekan um rökvillu þá viljum við segja að viðkomandi hafi

        (i)             ætlað sér að setja fram röksemdafærslu,
        (ii)            að röksemdafærslan sé ófullnægjandi,
        (iii)           ætlað sér að setja fram röksemdafærslu,

Í einföldustu rökvillunum leiðir niðurstöðu ekki af forsendum, sem dæmi má nefna rökvillunurnar að neita forlið eða að játa baklið en þær felast í ályktununum:

        A → B                    A → B    
        ¬A                   B
       
              
        ¬B                  A

Það eru tvær ástæður fyrir því að ályktanir eins og þessar eru flokkaðar sem sérstakar rökvillur. Í fyrra lagi er um ógilda ályktun að ræða, en það einkennir margar rökvillur, í seinna lagi er ályktanir af þessu tagi nokkuð algengar, sem skýrir hvers vegna þessar villur hafa fast ákveðið heiti.
      En ekki eru allar rökvillur jafn auðgreinanlegar og þessar tvær. Í fyrsta lagi er ekki alltaf ljóst hvort ályktunin er ógild, eða hvort villan sem um er að ræða varðar frekar t.d. þekkingarfræðilegar forsendur, skýrleika tungumálsins, eða önnur atriði sem ekki falla beinlínis undir rökfræði. Lítum nú á nokkrar vel skilgreindar rökvillur.

3.1 Ósamkvæmni »