Kristian Guttesen

Kennsluefni

RÖKFRÆÐILEGT EFNI


Forritun, Minecraft og rökfræði er verkefnavefur sem hugsaður er fyrir kennslu í forritun, stærðfræði og rökfræði á fyrsta ári í framhaldsskóla (en hentar jafnframt að einhverju leyti á unglingastigi í grunnskóla).

Markmið þróunarverkefnisins er að búa til námsefni fyrir unglinga sem, í gegnum rökfræði, hefur snertiflöt við forritun og stærðfræði. Þannig er efninu ætlað að efla hæfni nemenda á sviði heimspeki, forritunar og stærðfræði.

Verkefninu er ætlað að efla lykilhæfni nemenda, að meira eða minna leyti, gagnvart fimm af sex grunnþáttum menntunar. En þeir eru læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun, eins og þeir koma fyrir í almenna hluta Aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið nýtir upplýsingatækni til að vinna sérstaklega með hæfni í rökhugsun – og þar með styrkja undirstöður gagnrýninnar hugsunar. Verkefnið miðar að því að efla læsi í upplýsingatækni og gagnrýna hugsun meðal unglinga, jafnramt því að gera þá meðvitaðri um samþættingu ólíkra námsgreina í skólakerfinu.

Verkefnavefur: Minecraft og rökfræði


Til er námsefni sem heitir „Minecraft og stærðfræði“, en það er aðgengilegt á vefnum og hefur verið kynnt í Skólavörðunni. Námsefnið sem hér er kynnt til sögunnar vinnur áfram með rökfræði- og stærðfræðilega hæfni. Höfundur verkefnisins „Minecraft og stærðfræði“, Gunnlaugur Smárason, hefur veitt leyfi fyrir því að í þessu verkefni sé unnið með og vísað til fyrra verkefnisins (Minecraft og stærðfræði), t.a.m. í þeim tilgangi að kynna þann grunn að Minecraft, sem verkefnið „Minecraft og stærðfræði“ byggir á.

Fróðleikur um verkefnið Minecraft og stærðfræði:

Tilurð og hugmyndavinna

Verkefnabók – vinsæl verkefni


Einnig er til námsvefur eftir Ingunni Helgadóttur um grunnþætti í stærðfræði og skemmtilegar leiðir til að kenna og læra stærðfræði, þar sem fjallað er sérstaklega um hvernig nýta megi Minecraft í stærðfræðikennslu. Vefur Ingunnar var lokaverkefni í áfanganum Fjarnám og -kennsla NOK042F hjá Sólveigu Jakobsdóttur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, vorið 2014:

Minecraft leikurinn