Gunnar Hersveinn

Kennsluefni

Heimspekilegt efni


Um það fer tvennum sögum

Bókin Um það fer tvennum sögum eftir Gunnar Hersvein kom fyrst út árið 1990, en höfundur hefur samþykkt að birta hana á rafrænu sniði hér á vefnum Gagnrýnin hugsun og siðfræði.

Bókin skiptist í tvær hugleiðingar og sjö kafla, sem nefnast m.a. „Hugsað um dauðann“, og „Hugsað um guð“. Hún er í senn kennslubók og ætluð almennum lesendum, en í henni glímir höfundur við ýmis vandamál eins og: Hvað er dauðinn? Hvað er guð? Er guð til? Hvað er hamingja? Hvað er vilji? hvað er ábyrgð? Eru siðareglur algildar eða úreltar? Hvað er mannssálin? Hvað er heimspeki? Hver er tilgangurinn? Hvað er ofbeldi? Hver er sannleikurinn? Hvar ber að leita sannleikans?

Sækja handrit á PDF-sniði