Heimspekiæfingar: Kennsluleiðbeiningar með Uppgötvun Ara

« 6. Hvað er átt við með orðunum „fyrir bestu“?

7. Tilgangur menntunar

Ari segir: „Það mikilvægasta sem þeir þurfa að skilja er hvers vegna við erum yfirleitt í skóla.“ Það fljúga ýmsar athugasemdeir á milli Kalla, Ara og Maríu um hugsanlegar aðstæður fyrir skólagöngu:

1.  María segir að þau séu í skóla til að læra svör en breytir þessu strax í:
2.  Að læra að leysa vandamál.
3.  Kalli gefur í skyn að við ættum að læra að spyrja spurninga.
4.  Ari segir að við ættum að læra að hugsa.
5.  Kalli bætir þá við að við ættum að læra að hugsa sjálfstætt.

Það má hefja samræður um þennan þátt á því að spyrja nemendur af hverju þeir séu skikkaðir til að ganga í skóla. Þar yrðu þeir að reyna að finna út hvaða ástæður þeir fullorðnu hafa til að senda börn sín í skóla. Síðam má vega og meta þau rök sem upp koma og athuga hvort finna megi önnur betri. Það má einnig kanna hvaða rök nemendur kunna að hafa á móti skólagöngu.
      Þegar þessu er lokið má endurlesa bls. 22-23 með það fyrir augum að athuga hvort og hvernig þeirra rök falla saman við þau sem Ari, María og Kalli setja fram.

Samræðuáætlun 7.1. Hvers vegna göngum við í skóla?

1.  Viljið þið frekar vera menntuð en ómenntuð? Hvers vegna?
2.  Hvað eigið þið von á að fá út úr skólagöngunni?
3.  Ef þi ðmenntist verðið þið þá betri borgarar? Hvernig þá?
4.  Ef þið menntist verðið þið þá betri manneskjur? Hvernig þá?
5.  Hvernig kemur skólaganga ykkur foreldrum ykkur til góða?
6.  Hvernig kemur skólaganga ykkar kennurum ykkar til góða?
7.  Detta ykkur í hug einhverjir ókostir sem menntað fólk verður að búa við?
8.  Gangið þið í skóla til að læra allt það sem þeir fullorðnu vita nú þegar?
9.  Finnst ykkur gaman að komast að sannleikanum um hluti sem ykkur hafa alltaf virst dularfullir?
10. Mundi ykkur þykja gaman í skólanum ef hann hjálpaði ykkur til að skilja það sem þið hafið áhuga á en veldur ykkur heilabrotum?
11. Munduð þið njóta skólans betur ef hann hjálpaði ykkur til að virkja hæfileika ykkar betur?
12.  Hvaða kostir fylgja menntun aðrir en starfsundirbúningur?
13.  Hvernig munduð þið eyða tímanum ef þið væruð ekki í skóla?
14.  Af hvaða atvikum hafið þið menntast mest utan skólans?
15.  Hvaða afleiðingar hefði það ef krakkar þyrftu að borga fyrir eigin menntun?
16.  Hvaða afleiðingar hefði það um landið allt ef krakkar þyrftu ekki að ganga í skóla?
17.  Munduð þið halda áfram í skóla ef það væri ykkar einkamál?
18.  Hvort er mikilvægara að læra hvað á að hugsa eða hvernig á að hugsa?
19.  Hvort er mikilvægara að gefa svör eða spyrja spurninga? Hvers vegna?
20.  Munduð þið frekar vilja læra að hugsa eins og aðrir eða sjálfstætt? Hvers vegna?

8. Göngum við í skóla til að læra svör eða til að læra að spyrja? »