Heimspekiæfingar: Kennsluleiðbeiningar með Uppgötvun Ara

« 5. Hver á að stjórna skólanum?

6. Hvað er átt við með orðunum „fyrir bestu“?

„Kalli,“ sagði María í hálfum hljóðum, „þeir reyna aðeins að gera það sem okkur er fyrir bestu.“ „Jahá,“ sagði Kalli, „og þú mátt vera viss um að það er sama hvað þeir gera, þeir segja að það sé okkur fyrir bestu“ (bls. 22, 1-4).
      Athugði hvernig orðin „fyrir bestu“ eru notuð hér að ofan. María notar þau á hversdagslegan hátt. Samkvæmt henni vísa orðin til fyrirbæra eins og heilsu, greindar og réttlætis sem hafa „gildi í sjálfu sér“ eða fela í sér athafnir sem „rétt“ er að framkvæma. María veltir greinilega ekki fyrir sér hvötum skólastjórnenda.
      Sjónarmið Kalla kemur inn á hvatir kennara. Hann segir að þeir leyfi sér að nota orð eftir eigin geðþótta, þ.e.a.s. ef það kæmi sér vel mundu þeir segja að eitthvað væri „fyrir bestu“ þótt flestir aðrir væru þeim ósammála.
      Kalli gefur augljóslega í skyn að skólastjórnendur (eða stjórnendur hvaða stofnunar sem er), geti sagt að störf sín séu öllum „fyrir bestu“ burtséð frá í hverju þau felast. Þeir geti kallað ánauð „frelsi“ eða fátækt „vesæld“, til að sannfæra undirseta sína um að framkvæmdir þeirra séu þeim „fyrir bestu“.
      Ef gengið er að því sem vísu, líkt og María gerir, að orð eins og „fyrir bestu“, „frelsi“ og „vesæld“ eigi sér ákveðnar merkingar þá kemur röksemdafærsla Kalla í opna skjöldu. Ef hins vegar er gert ráð fyrir að orð séu uppfinningar manna, sem geti gefið þeim merkingar að eigin geðþótta, þá verður sjónarmið Kalla skiljanlegt. Spurningin er samt: ef alls konar orðanotkun er leyfileg, hver ákvað þá núverandi merkingu orðanna? Er merking orðanna ætíð komin undir þeim sem sitja í valdastólunum, líkt og Kalli gefur í skyn?

Verkefni 6.1. Merking orðanna „fyrir bestu“ og „rétt“

1.  Er hugsanlegt að sumir geri eitthvað sem þeir segja að sé öðrum „fyrir bestu“ þótt það sé til skaða í raun
2.  Er hugsanlegt að einhverjir geri eitthvað sem næstum engum finnst vera fyrir bestu en kemur samt öllum til góða í raun og veru?
3.  Er það hugsanlegt að rangt sé að gera suma hluti, jafnvel þótt það skaði engan?
4.  Er það hugsanlegt að rétt sé að gera suma hluti, jafnvel þótt einhverjir hljóti skaða af?
5.  Er það hugsanlegt að hvorki sé rétt né rangt að gera suma hluti?
6.  Er hugsanlegt að ætíð sé rétt að gera suma hluti og ætíð rangt að gera aðra?
7.  Er hugsanlega rangt af þér að gera eitthvað ef það er rangt af öllum öðrum?
8.  Er hugsanlegt að rangt sé af einhverjum að gera eitthvað en það sé rétt af þér?
9.  Er hugsanlegt að stundum viti aðrir betur en þú hvað þér ber að gera?
10. Er það hugsanlegt að stundum vitir þú betur en nokkur annar hvað þér ber að gera?

7. Tilgangur menntunar »