Heimspekiæfingar: Kennsluleiðbeiningar með Uppgötvun Ara

« 4. Þrjóska og sveigjanleiki í hugsun

5. Hver á að stjórna skólunum?

María heldur því fram að hinir fullorðnu ættu að stjórna skólunum vegna reynslu sinnar og sérkunnáttu umfram börn. María hefur vissulega mikið til síns máls og hún bendir á ágætan mælikvarða til að finn ahæfa stjórnendur. Það má bera það undir nemendur hvort þeir vilji heldur ganga undir uppskurð hjá heimilislækni eða skurðlækni, hvort þeir vilji frekar fara til tannlæknis eða læknanema. Það má líka draga hliðstæðurnar í efa: Eru skurðlæknar og tannlæknar dæmigerðir sérfræðingar? Eru til sérfræðingar í kennslu? Í hverju eru þeir þá líkir eða ólíkir sérfræðingunum?
      Þrátt fyrir rökstuðning Maríu fellst Kalli ekki á sjónarmið hennar. Hann virðist kannski kaldhæðinn þegar hann segir þá fullorðnu ætíð þykjast vera að gera það sem sé börnum fyrir bestu burtséð frá því hvort hagsmunum barna er þjónað eða ekki. Engu að síður verður að taka mark á sjónarmiði Kalla. Hvers vegna skildum við fallast á að hinir fullorðnu séu sérfræðingar í uppeldi og umönnun barna?
      Þá setur Ari fram hugmyndina að aldur skólastjórnenda skipti í raun og veru ekki máli. Hann bendir á skilning sem betri mælikvarða en aldur. Með orðum Ara: „Aðalspurningin er hvort skólum skuli stjórnað af fólkki sem veit hvað það er að gera.“
      Eftirfarandi spurning vaknar strax: Hvað merkir það að „vita hvað maður er að gera?“ Hvað varðar lækna, má segja að þeir viti hvað þeir eru að gera ef þeir kunna skil á starfsemi líkamans og ef þeir vita hvernig á að lækna eða færa ti lbetri vegar það sem úr lagi hefur gengið. Þeir ættu líka að vita hvernig viðhalda má heilsu eftir að henni hefur verið náð. Á hliðstæðan hátt má halda því fram að þeir sem stjórna skólunum ættu að skilja börn, að þeir ættu að vera færir um að færa starfsemi skólans til betri vegar þegar hún sinnir ekki hagsmunum nemenda. Þeir ættu einnig að vera færir um að halda starfsemi skólans á réttri braut eftir að hún hefur verið mörkuð. Það er ekki víst að Kalli gæti fallist á þessa útlistun. Hann gæti haldið því fram, að skilningur á hgasmunum barna felist ekki eingöngu í því að skilja börn eins og þau eru, heldur f!
elist hann einnig í því að gera sér grein fyrir hvað þau geti orðið.
      Vekið athygli nemenda á að spurningin um hvernig eigi að stjórna skólum sé opin. Skýr svör við henni er hver að finna í kaflanum, samt má finna þar ýmsar vísbendingar og lykilatriði sem opna leiðir til uppgötvana og frekari pælinga.

Verkefni 5.1. Hver á að hafa umsjón með menntun?

Hvort mundir þú heldur kjósa:

1.  (a) kennara sem er annt um námsframfarir nemenda?
  (b) kennara sem er annt um að nemendum komi vel saman?
  (c) kennara sem er annt um hvort tveggja?
2.  (a) kennara sem krefst stundvísi?
  (b) kennara sem krefst þess að nemendur virði hvern annan?
  (c) kennara sem krefst bæði stundvísi og þess að nemendur virði hvern annan?
  (d) kennara sem krefst hvorki stundvísi né þess að nemendur virði hvern annan?
3.  (a) kennara sem eflir samvinnu nemenda?
  (b) kennara sem krefst réttarar stafsetningar?
  (c) kennara sem er annt um bæði samvinnu nemenda og stafsetningu þeirra?
  (d) kennara sem er hvorki annt um samvinnu nemenda né stafsetningu þeirra?
4.  (a) kennara sem gefur alltaf hæstu einkunnirnar í skólanum?
  (b) kennara sem setur alltaf frábær leikrit á svið með nemendum sínum?
  (c) kennara sem sinnir íþróttum best allra?
  (d) kennara sem hefur besta stjórn á nemendum sínum?
5.  (a) kennara sem hvetur þig til að hugsa sjálfstætt?
  (b) kennara sem pælir meira en aðrir kennarar skólans?
  (c) kennara sem pælir og hvetur þig til að hugsa sjálfstætt?
  (d) kennara sem hvorki pælir né hvetur þig til að hugsa sjálfstætt?

6. Hvað er átt við með orðunum „fyrir bestu“? »