Heimspekiæfingar: Kennsluleiðbeiningar með Uppgötvun Ara

« 3. Hleypidómar

4. Þrjóska og sveigjanleiki í hugsun

Kalli skiptir ekki um skoðun þótt Ari og María reyni að sannfæra hann um að alhæfingar hans um skóla og kennslustundir séu byggðar á mjög fáum per­sónulegum dæmum. Hvers vegna er hann svona þrjóskur? Það er ljóst að Kalli hefur alhæft út frá of fáum dæmum og því er niðursaða hans vafasöm. Sé mál­flutningur Kalla hins vegar skilinn þannig að hann sé að benda á hvernig veröldin gæti hugsanlega verið, hvernig skólar gætu verið, hvernig fyrirkomulag mennta­mála gæti verið þrátt fyrir „núverandi ástand“, þá verður ekki sagt að málflutning­ur hans sé vafasamur.
      Önnur tegund þrjósku birtist í þeim hleypidómum að einungis sé ein leið til að hugsa á réttan hátt. Staðreyndin er að það má hugsa á árangursríkan hátt eftir ólíkum leiðum. Stundum er best að leiða af því almenna til hins einstaka og í önnur skipti ber bestan árangur að fara frá því einstaka hinu almenna. Í öðrum tilvikum er enn aðrar aðferðir vænlegri til árangurs. Margir sem ná árangri við úrlausn flókinna verkefna, hafa t.d. góðan hæfileika til að setja niður fyrir sér hliðstæður. Þegar hliðstæður eru notaðar í hugsun gerist það þannig að tengsl eru flutt frá einu samhengi yfir í annað. Ef t.d. er gengið út frá tenslunum milli kýr og kálfs mætti spyrja um sambærileg tengsl milli merar og (_______). Einnig má gefa upp samstæðurnar sem tengja á (kú og kálf; meri og folald) og spyrja hvaða tengsl séu sameiginleg.
      Hliðstæðurnar í æfingunum hér á eftir eru flokkaðar samkvæmt sígildum og mikilvægum heimspekilegum þáttum svo sem: orsökum og afleiðingum, hlutum og heild, markmiðum og leiðum. Þar sem hliðstæð hugsun er mikilvægur hlekkur milli rökvísi og sköpunargáfu, getur það verið ómaksins vert að fara í eftirfarandi æfingar þótt e.t.v. sé ástæðulalust að leggja þær allar fyrir í einu. Það er enn fremur mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að ræða saman um niðurstöður sínar og pælingarnar að baki þeim. Hvetjið nemendur til að búa til eigin hliðstæður, t.d. á milli orða, lita, tóna, hljóða, bragða, fjarlægða, þyngdar og snertingar – á milli alls sem skynja má. Það má t.d. spyrja: Þessi nóta er þessari eins og þessi er _____? Eða í litum: Ljósrautt er dökkrauðu það sama og _____ er dökkbláu?

Verkefni 4.1. Hliðstæður (tengsl á milli samstæðna)
I. LEIÐIR OG MARKMIÐ

A. Að snúa lykli til að opna hurð er hliðstætt við að ýta á rofa til að:

             1. SETJA KÖTTINN ÚT. 3. SKIPTA UM FÉLAGA.
             2. LÝSA UPP HERBERGI. 4. HÆGJA Á HESTINUM.

B. Að setja steypu í mót til að byggja hús er hliðstætt við að miða ör á boga til að:

             1. HITTA Í MARK. 3. SLEPPA STRENGNUM.
             2. HITTA EKKI. 4. BEYGJA BOGANN.

C. Að nota vatn til að slökkva eld er hliðstætt við að skapa ný störf til að:

             1. FÁ FÓLK TIL AÐ VINNA. 3. AUKA ATVINNULEYSI.
             2. VERÐA RÍKUR. 4. ÚTRÝMA ATVINNULEYSI.

D. Að brjóta egg til að útbúa eggjaköku er hliðstætt við að mala kaffi til að:

             1. DREKKA KAFFI. 3. BRENNA KAFFIBAUNIR.
             2. LAGA KAFFI. 4. VERSLA MEÐ KAFFI.
 
II. EINSTAKLINGUR OG TEGUND

A. Bjarndýr og spendýr eru sambærileg við lax og:

             1. HVALI. 3. FISKA.
             2. HÁKARLA. 4. KRÓKÓDÍLA.

B. Skiptilyklar og verkfæri eru sambærileg við stól og:

             1. HÚS. 3. SÓFA.
             2. TANNLÆKNA. 4. HÚSGÖGN.

C. Skutbílar og bílar eru sambærileg við fiðlur og:

             1. HLJÓÐFÆRI. 3. STRENGI.
             2. HLJÓMLEIKA. 4. FIÐLULEIKARA.

D. Bréf og póstur eru sambærileg við skilaboð og:

             1. SUNDRUNGUR. 3. SAMSKIPTI.
             2. NUDD. 4. SJÓNVARP.
 
III. SÝND OG VERULEIKI

A. Draumur og vaka eru sambærileg við heilaspuna og:

             1. SKILNING. 3. VON.
             2. UPPRIFJUN. 4. ÁST.

B. Gleymska og minni eru sambærileg við fáfræði og:

             1. VÖLD. 3. ÞEKKINGU.
             2. AUÐ. 4. HEILSU.

C. Blinda og sjón eru sambærileg við heyrnarleysi og:

             1. SJÓN. 3. BRAGÐ.
             2. HEYRN. 4. SNERTINGU.

D. Óheilbrigði og heilbrigði eru sambærileg við óskynsemi og:

             1. HUGREKKI. 3. SKYNSEMI.
             2. TRÚ. 4. OFGNÓTT.
 
IV. STÖÐUGLEIKI OG SÍBREYTING

A. Kyrrstaða og hreyfing eru sambærileg við augnablik og:

             1. BROT. 3. HEILBRIGÐI.
             2. HEILD. 4. FRAMRÁS.

B. Brot og heild eru sambærileg við orð og og:

             1. SETNINGAR. 3. MÁLFRÆÐI.
             2. MÁLÆÐI. 4. STAFSETNINGU.

C. Innanbæjarmenn og utanbæjarmenn eru sambærilegir við heimilismenn og og:

             1. SVEITAMENN. 3. GESTI.
             2. SJÓMENN. 4. ÓVINI.

D. Flýtir og hæglæti eru sambærileg við æsing og:

             1. SKAPSMUNI. 3. ÚTREIKNANLEIKA.
             2. EIRÐARLEYSI. 4. STILLINGU.
 
v. HLUTI OG HEILD

A. Nef og andlit eru sambærileg við lögreglumenn og:

             1. AGA. 3. EINKENNISBÚNINGA.
             2. LÖGREGLULIÐ. 4. KYLFU.

B. Lauf og plöntur eru sambærileg við flóa og:

             1. SKAGA. 3. HÖF.
             2. ÁR. 4. SPÓA.

C. Vængur og fugl eru sambærileg við ugga og:

             1. FISKA. 3. TÁLKN.
             2. SPORÐ. 4. HREISTUR.

D. Handföng og bollar eru sambærileg við húna og:

             1. BJARNDÝR. 3. OFNA.
             2. HURÐIR. 4. KÆLISKÁPA.
 
VI. ORSÖK OG AFLEIÐING

A. Sýklar og sjúkdómar eru sambærileg við rafmagn og:

             1. VATN. 3. IL.
             2. ÞRÆÐI. 4. LJÓS.

B. Sól og hiti eru sambærileg við stjörnur og:

             1. FJARLÆGÐ. 3. LJÓS.
             2. STÆRÐ. 4. VOR.

C. Rigning og flóð eru sambærileg við frost og:

             1. SALT. 3. VOR.
             2. VETUR. 4. ÍS.

D. Sykur og sætindi eru sambærileg við sítrónu og og:

             1. SÚRLEIKA. 3. GULL.
             2. SALT. 4. ÁVEXTI.
 
VII. STIGSMUNUR

A. Heitur og heitari eru sambærileg við háa og:

             1. HÆRRI. 3. STÆRRI.
             2. HÓLA. 4. KRAFTA.

B. Notalegheit og vellystingar eru sambærileg við fullnægju og:

             1. VIÐUNANDI. 3. AFBRAGÐ.
             2. SKEMMTILEGHEIT. 4. SAMÞYKKI.

C. Ósamþykki og þvermóðska eru sambærileg við óánægju og og:

             1. SPENNU. 3. TILBREYTINGARLEYSI.
             2. HEIMSKU. 4. LEIÐINDI.

D. Dráp og slátranir eru sambærileg við morð og:

             1. FJÖLDAMORÐ. 3. ÚTBURÐII.
             2. MEINDÝRAEYÐINGU. 4. HRYÐJUVERK.
 
VIII. UMHVERFI OG EINKENNI

A. Ljón og kjötætur eru sambærileg við kýr og:

             1. HALASLÁTT. 3. JÓRTUR.
             2. GRASÆTUR. 4. NAUTHEIMSKU.

B. Miðbaugssvæði og hiti eru sambærileg vi ðheimskautasvæði og:

             1. KULDA. 3. NÚLL.
             2. HEIMSKAUT. 4. ÍSJAKA.

C. Lyftingamaður og kraftar eru sambærilegir við fimleikamenn og og:

             1. FRÆGÐ. 3. SKRAUT.
             2. LIÐLEIKA. 4. HUGLEYSI.

D. Þéttbýli og viðskipti eru sambærileg við dreifbýli og:

             1. IÐNAÐ. 3. LANDBÚNA.
             2. FAGMENNSKU. 4. LÆRDÓM.
 
IX. AÐFERÐ OG AFURÐ

A. Að saga er húsgögnum það sama og að meitla er og:

             1. HÖGGMYNDUM. 3. MÁLVERKUM.
             2. JÁRNSMÍÐI. 4. VEGGJAKROTI

B. Rannsókn og uppgötvun eru sambærileg við kapp og:

             1. REIÐI. 3. UPPFINNINGU.
             2. SIGUR. 4. FULLKOMNUN.

C. Svefn og hvíld eru sambærileg við erfiði og:

             1. ÞREYTU. 3. HREYFINGU.
             2. ATHAFNIR. 4. FRAMKVÆMDIR.

D. Gróðursetning og uppskera eru sambærileg við lærdóm og:

             1. HUGSUN. 3. LEIK.
             2. ÍHUGUN. 4. SKILNING.

5. Hver á að stjórna skólanum? »