Með gagnrýna hugsun í átt að algeru frelsi

Einar JónssonLaugardaginn 22. febrúar 2014 verður þáttur um gagnrýna hugsun fluttur í Ríkisútvarpinu Rás 1, en þetta er síðasti þátturinn í útvarpsþáttaröðinni „Frá sjálfi til samfélagslegrar samræðu“. Þáttastjórnandi er Guðmundur H. Viðarsson.

Í kynningu fyrrgreinds þáttar um gagnrýna hugsun segir:

Hvað er svona merkilegt við gagnrýnina hugsun? Hvað felst í gagnrýnni hugsun? Hvernig getur fólk tileinkað sér gagnrýnina hugsun?
Þá er komið að ferðalokum þeirrar ferðar sem hafin var í heimahögum sjálfsins. Litið er yfir ferðalagið og tillaga gerð að því hvernig stuðla megi að ánægjuríkara ferðalagi sem við förum öll á hverjum degi svo lengi sem við lifum. Sú tillaga felur í sér rökstuðning fyrir því að einstaklingar ættu að tileinka sér gagnrýnina hugsun sem ferðafélaga í átt að algeru frelsi.
Rætt er við Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur heimspeking, Henry Alexander Henrysson verkefnastjóra eflingar kennslu í gagnrýnni hugsun og siðfræði í skólum landsins og Þorstein Guðmundsson skemmtikraft og kúnstner.
Nánar er fjallað um gagnrýnina hugsun á vefsíðunni undurheimspekinnar.wordpress.com

Sjá nánar: http://dagskra.ruv.is/nanar/18084/