Hvað er gagnrýnin hugsun? – Myndband

Hér getur að líta svar Henrys Alexanders Henryssonar við spurningunni „Hvað er gagnrýnin hugsun?“

[jwplayer mediaid=“2194″]

Svar

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst sem gagnrýninni merki það að viðkomandi „rýni til gagns“, eins og vinsælt er að halda fram.

Myndband