Gagnrýnin hugsun og kennslubækur í sögu

Þann 15. desember 2011 birtist grein eftir Þorstein Helgason á Netlu – Vef­tímariti um uppeldi og menntun um gagnrýna hugsun og námsefni í sögu. Gera má nemendur læsa á námsgögnin, nýta möguleika þeirra til fulls og gera þá sem sjálfstæðasta gagnvart þeim. Gefin eru raunhæf dæmi um aðferðir til þess að semja kennslubækur sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar og kennslu­aðferðir til að efla þetta hlutverk. – Sjá grein