Með gagnrýna hugsun í átt að algeru frelsi

Einar JónssonLaugardaginn 22. febrúar 2014 verður þáttur um gagnrýna hugsun fluttur í Ríkisútvarpinu Rás 1, en þetta er síðasti þátturinn í útvarpsþáttaröðinni „Frá sjálfi til samfélagslegrar samræðu“. Þáttastjórnandi er Guðmundur H. Viðarsson.

Í kynningu fyrrgreinds þáttar um gagnrýna hugsun segir:

Hvað er svona merkilegt við gagnrýnina hugsun? Hvað felst í gagnrýnni hugsun? Hvernig getur fólk tileinkað sér gagnrýnina hugsun?
Þá er komið að ferðalokum þeirrar ferðar sem hafin var í heimahögum sjálfsins. Litið er yfir ferðalagið og tillaga gerð að því hvernig stuðla megi að ánægjuríkara ferðalagi sem við förum öll á hverjum degi svo lengi sem við lifum. Sú tillaga felur í sér rökstuðning fyrir því að einstaklingar ættu að tileinka sér gagnrýnina hugsun sem ferðafélaga í átt að algeru frelsi.
Rætt er við Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur heimspeking, Henry Alexander Henrysson verkefnastjóra eflingar kennslu í gagnrýnni hugsun og siðfræði í skólum landsins og Þorstein Guðmundsson skemmtikraft og kúnstner.
Nánar er fjallað um gagnrýnina hugsun á vefsíðunni undurheimspekinnar.wordpress.com

Sjá nánar: http://dagskra.ruv.is/nanar/18084/

Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.

Nálgast má greinina á heimasíðu Kristians.

Hvað er gagnrýnin hugsun? – Myndband

Hér getur að líta svar Henrys Alexanders Henryssonar við spurningunni „Hvað er gagnrýnin hugsun?“

[jwplayer mediaid=“2194″]

Svar

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst sem gagnrýninni merki það að viðkomandi „rýni til gagns“, eins og vinsælt er að halda fram.

Myndband

Í átt til nýrra tíma

Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen birtu í dag grein í Fréttablaðinu um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla og þær breytingar sem hún mun hafa í för með sér. Í greininni fjalla Elsa og Kristian um væntingar til hlutverks siðfræðinnar innan nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og sem hluta af almennri menntun ein­staklingsins.

Greinina má lesa á vef Vísis.is:

http://www.visir.is/i-att-til-nyrra-tima/article/2012708149965

Að hugsa gagnrýnið

Alþjóðlegum degi heimspekinnar fagnað í Réttarholtsskóla

Þriðja fimmtudag ár hvert í nóvember hefur UNESCO tekið frá sem alþjóðlegan dag heimspekinnar. Ýmsar heimspekilegar uppákomur eiga sér stað vítt og breitt um heiminn, en haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 2002.

Haldið verður upp á daginn í Réttarholtsskóla með sýningu á verkum nemenda á göngum skólans fimmtudaginn 17. nóvember og föstudaginn 18. nóvember. Alls stunda rúmlega 160 nemendur nám í heimspeki við skólann í vetur.

Þema sýningarinnar að þessu sinni er „Hugsum gagnrýnið og látum ekki telja okkur trú um hvað sem er“.

Allir sem áhuga hafa á að skoða og velta vöngum yfir heimspekilegum hug­verkum nemenda eru hjartanlega velkomnir.

Upplýsingar um alþjóðlegan dag heimspekinnar má finna á vefslóðinni: http://­www.unesco.org/new/en/social-and-human-sciences/themes/human-rights/philosophy/philosophy-day-at-unesco/philosophy-day-2011/

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Björnsson (johann.bjornsson@reykjavik.is) sími 8449211.

Vegur heimspeki í skólum verði meiri

Í kjölfar efnahagshrunsins var skortur á kennslu í gagnrýninni hugsun og sið­fræði gagnrýndur. Heimspekingar við Háskóla Íslands ákváðu að bregðast við og afraksturinn er Efling kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði sem hefst í dag með opnu málþingi í Háskóla Íslands.

„Páll Skúlason er upphafsmaður átaksins en Rannsóknarstofa um háskóla sem hann stýrir, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun ákváðu að taka höndum saman um að bregðast við þeirri umræðu sem kviknaði í kjölfar efnahags­hrunsins um að kennslu í gagnrýninni hugsun í skólum væri ábótavant,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og verkefnastjóri verkefnisins Efling kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði. „Við byrjuðum á því að skoða hvað er kennt í grunnskólum og framhaldsskólum og komumst að því í stuttu máli að það er einhver heimspekikennsla á öllum skólastigum en það er okkar skoðun að auka þurfi kennslu í greininni í skólum.“

Henry segir að fyrir utan að kenna heimspeki sé ekki síður mikilvægt að heim­speki sé fléttuð inn í aðrar námsgreinar. „Það er mikilvægt að kennarar þori að fara í samræður við nemendur um grundvöll og tilgang greinar sinnar, og hvetji þar með nemendur til gagnrýninnar hugsunar. Eins og staðan er í dag eru fæstir nemendur sem hefja nám í háskóla góðir í að beita gagnrýninni hugsun.“

Efni sem nýtist við kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði verður sett inn á vefinn gagnryninhugsun.hi.is sem verður opnaður formlega í dag. Á næstu tveimur árum er einnig markmið að efna til fyrirlestraraða og málþinga og vinna að gerð kennslu bóka bæði fyrir nemendur og kennara. Verkefnið er fjármagnað af stofnunum þremur auk þess sem leitað verður styrkja við einstök verkefni. „Við vonumst til að undirtektirnar verði góðar,“ segir Henry að lokum.

Greinin birtist í Fréttablaðinu, 1. október 2011.

Gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum: Auglýst eftir stuttum erindum

Rannsóknarstofa um Háskóla, Heimspekistofnun, Siðfræðistofnun og Félag heimspekikennara munu standa að ráðstefnu um gagnrýna hugsun og siðfræði laugardaginn 1. október næstkomandi í Háskóla Íslands. Efni ráðstefnunnar er efling kennslu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Dagskráin hefst klukkan 10:00 og stendur til 15:00. Fyrir hádegi verða inngangsfyrirlestrar um efni ráðstefnunnar og eftir hádegi taka við málstofur með stuttum erindum og umræðum. Málstofurnar verða fjórar: „Kennsla gagnrýninnar hugsunar og sið­fræði í leikskólum“, „Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í grunn­skólum“, „Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í framhaldsskólum“ og að lokum „Eðli gagnrýninnar hugsunar og hlutverk hennar í fræðastarfi“. Í hverri málstofu verða haldin fjögur stutt erindi sem snúa að efni málstofunnar og í lokin taka við pallborðsumræð!
ur.

Aðstandendur ráðstefnunnar auglýsa því eftir stuttum erindum fyrir málstofurnar fjórar. Erindin eru hugsuð sem 15 mín. frásagnir af rannsóknum, reynslu eða hugmyndum um gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum og
 fræðastarfi. Senda þarf stutta samantekt af erindinu til Henrys Alexanders Henryssonar á net­fangið hah@hi.is fyrir 1. september 2011. Öllum innsendum hugmyndum verður svarað fyrir 15. september. Í kjölfar ráðstefnunnar stendur til að öll erindi hennar verði gefin út á rafrænu formi.