Kynningarefni um heimspeki

Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Þannig ætti hver sem er (með lágmarksgrunn í heimspeki) að geta tekið pakkana, farið með þá í skólaheimsókn og nýtt sér til að kynna heimspeki út frá því sjónarhorni (fræðasviði, undirgrein heimspekinnar) sem efni kynningarpakkans tekur til. Meðan á verkefninu stóð hélt Kristian úti Facebook síðu til að fá viðbrögð á hugmyndir, vinnuferlið og kennsluefni jafnóðum og það varð til. Heimspekikennarar voru hvattir til að skoða efnið og senda Kristian ábendingar, sem þeir margir og gerðu.

Skýrslan birtist nú í heild sinni hér á vefnum Gagnrýnin hugsun og siðfræði.


Kristian Guttesen, „Hlutverk heimspekinnar“, átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun 2012.


Með gagnrýna hugsun í átt að algeru frelsi

Einar JónssonLaugardaginn 22. febrúar 2014 verður þáttur um gagnrýna hugsun fluttur í Ríkisútvarpinu Rás 1, en þetta er síðasti þátturinn í útvarpsþáttaröðinni „Frá sjálfi til samfélagslegrar samræðu“. Þáttastjórnandi er Guðmundur H. Viðarsson.

Í kynningu fyrrgreinds þáttar um gagnrýna hugsun segir:

Hvað er svona merkilegt við gagnrýnina hugsun? Hvað felst í gagnrýnni hugsun? Hvernig getur fólk tileinkað sér gagnrýnina hugsun?
Þá er komið að ferðalokum þeirrar ferðar sem hafin var í heimahögum sjálfsins. Litið er yfir ferðalagið og tillaga gerð að því hvernig stuðla megi að ánægjuríkara ferðalagi sem við förum öll á hverjum degi svo lengi sem við lifum. Sú tillaga felur í sér rökstuðning fyrir því að einstaklingar ættu að tileinka sér gagnrýnina hugsun sem ferðafélaga í átt að algeru frelsi.
Rætt er við Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur heimspeking, Henry Alexander Henrysson verkefnastjóra eflingar kennslu í gagnrýnni hugsun og siðfræði í skólum landsins og Þorstein Guðmundsson skemmtikraft og kúnstner.
Nánar er fjallað um gagnrýnina hugsun á vefsíðunni undurheimspekinnar.wordpress.com

Sjá nánar: http://dagskra.ruv.is/nanar/18084/

Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.

Nálgast má greinina á heimasíðu Kristians.

Hvað er gagnrýnin hugsun? – Myndband

Hér getur að líta svar Henrys Alexanders Henryssonar við spurningunni „Hvað er gagnrýnin hugsun?“

[jwplayer mediaid=“2194″]

Svar

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst sem gagnrýninni merki það að viðkomandi „rýni til gagns“, eins og vinsælt er að halda fram.

Myndband

Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan

Siðasúpan: skilaboð til þeirra sem sitja í súpunni

Fyrirlestur Mikaels M. Karlssonar, prófessors, á vegum Siðfræði­stofnunar og Heimspekistofnunar föstudaginn 1. mars 2013 kl. 15 í Lögbergi 103

Mikael KarlssonSiðfræði er greinandi heimspekileg umfjöllun um siðferði. En hvað er siðferði? Um það er engin ein við­tekin skoðun heldur ýmsar ólíkar skoðanir, margar þeirra vanhugsaðar eða byggðar á misskilningi að því er virðist. Einnig eru nokkrar ólíkar siðfræðikenningar eða tegundir kenninga sem greina og lýsa siðferði—rótum og kröfum þess—með ólíkum hætti. Hér eru oft nefndar til sögunnar kenningar um dygðir í anda Aristótelesar, leikslokakenningar í anda Epikúrosar, Johns Stuarts Mill og fleiri, skyldukenningar í anda Kants, tilvistar­kenningar í anda Kierkegaards, Sartres og annarra, og samræðukenningar í anda Habermas og fleiri. Hvernig passa allar þessar kenningar saman? Eru sumar þeirra vitlausar og aðrar réttar? Eru einhverjar þeirra smættanlegar í aðra? Fjalla þær allar um sama efnið? Eða er „siðferði“ margrætt hugtak þannig að hver kenning um sig fjallar um siðferði í einum skilningi en ekki um siðferði í öðrum skilningi? Hvaða tök hafa kröfur siðferðisins á okkur og hvers vegna eru þær svona mikilvægar? Eða eru þær í raun mikilvægar? Er siðferðileg rök­hugsun samleiðandi (e. convergent) eða margleiðandi (e. non-convergent)? Er yfirleitt hægt að fjalla almennt um siðferði? Eða er siðferði einhverskonar súpa sem siðfræðikokkurinn reiðir fram hverju sinni í ljósi þess sem er til í búrinu? Lesturinn er hugvekja um mikilvægi þess að hugsa um eðli—eða eðlisleysi—siðferðisins og um leið um tilgang siðfræðinnar.

Í átt til nýrra tíma

Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen birtu í dag grein í Fréttablaðinu um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla og þær breytingar sem hún mun hafa í för með sér. Í greininni fjalla Elsa og Kristian um væntingar til hlutverks siðfræðinnar innan nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og sem hluta af almennri menntun ein­staklingsins.

Greinina má lesa á vef Vísis.is:

http://www.visir.is/i-att-til-nyrra-tima/article/2012708149965

Heimspekikennsla á Íslandi: Væntingar, vonir og veruleiki

Henry Alexander Henrysson og Elsa Haraldsdóttir birtu nýverið ritrýnda grein á Netlu – veftímariti um uppeldi og menntun. Í greininni er, eins og segir í kynningu, „leitast við að skýra stöðu heimspekikennslu og gagnrýnnar hugsun­ar í íslenska skólakerfinu. Hugmyndir Íslendinga um stöðu heimspekinnar eru ræddar með hliðsjón af könnun sem gerð var á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Spurt er hverjar séu raunhæfar vonir og væntingar um eflingu gagnrýnnar hugsunar og heimspeki í íslenskum skólum.“

Slóðina að greininni má finna hér.

Gagnrýnin hugsun og kennslubækur í sögu

Þann 15. desember 2011 birtist grein eftir Þorstein Helgason á Netlu – Vef­tímariti um uppeldi og menntun um gagnrýna hugsun og námsefni í sögu. Gera má nemendur læsa á námsgögnin, nýta möguleika þeirra til fulls og gera þá sem sjálfstæðasta gagnvart þeim. Gefin eru raunhæf dæmi um aðferðir til þess að semja kennslubækur sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar og kennslu­aðferðir til að efla þetta hlutverk. – Sjá grein